Innlent

Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld - Jóhanna talar ekki

Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan tíu mínútur fyrir átta. Þær fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur í síðustu umferð. Formenn allra flokka á þingi taka til máls í umræðunni að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum:

Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsóknarflokkur,  Vinstri hreyfingin - grænt framboð og Hreyfingin.

Ræðumenn flokkanna verða:  Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Bjarni Benediktsson, 2. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri Ólöf Nordal, 2. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, en í þeirri þriðju Tryggvi Þór Herbertsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar eru: Þórunn Sveinbjarnardóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Helgi Hjörvar, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri, en í þriðju umferð Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Eygló Harðardóttir, 7. þm. Suðurkjördæmis, í annarri, en í þriðju umferð Gunnar Bragi Sveinsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis.

Fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð tala í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í annarri Auður Lilja Erlingsdóttir, 2. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en Álfheiður Ingadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í þriðju umferð.

Fyrir Hreyfinguna tala í fyrstu umferð Margrét Tryggvadóttir, 10. þm. Suðurkjördæmis, í annarri umferð talar Þór Saari, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, og Birgitta Jónsdóttir, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þeirri þriðju.

Ræðumaður utan flokka Lilja Mósesdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, talar í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×