Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 11:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09