Innlent

Ný vefsíða veitir upplýsingar um aðgengi fatlaðra

Mynd/Pjetur
Nýtt kerfi gerir fötluðum kleift að nálgast upplýsingar um aðgengi að útisvæðum og byggingum, allt á einu vefsvæði: https://www.gottadgengi.is/

Kerfið, sem byggir á danskri fyrirmynd, fer eftir sjö flokkum fötlunar en á vefsíðunni má nálgast nánari upplýsingar um þessa flokka auk leitarvélar sem auðveldar almenningi aðgang að upplýsingum um vottaða staði og hvernig aðgengið er á þeim.

Nú þegar hafa nokkur hótel og veitingastaðir látið taka út aðgengi sitt ásamt 20 náttúruperlum á Suðurlandi en sveitarfélagið Garður varð fyrst sveitarfélaga til að fá vottun fyrir skóla, söfn og fleiri staði sem því tilheyra.

Að verkefninu stendur fyrirtækið Aðgengi og er rekið af Hörpu Cilia Ingólfsdóttur en á næstu vikum mun hún fara hringinn í kringum landið til að vekja athygli á mikilvægi aðgengis fatlaðra og Aðgengismerkjakerfinu. Til liðs við hana hafa gengið Diddú söngkona, Edda Heiðrún Bachman leikkona, Helgi Hjörvar alþingismaður, Árni Tryggvason leikari og sjómaður, Jónína Leósdóttir rithöfundur, Eyþór Ingi tónlistamaður og söngvari og Daníel Ólafsson framhaldsskólanemi. Öll munu þau prýða veggspjald og upplýsingabækling sem útskýrir mikilvægi aðgengis fyrir þann hóp sem þau tilheyra og er átakinu ætlað að beina sjónum að þessu aðkallandi málefni og þeim stóra hóp sem getur nýtt sér Aðgengismerkjakerfið á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×