CCP gefur út Playstation leik hjá Sony Hafsteinn Hauksson skrifar 7. júní 2011 12:09 Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti í nótt að fyrirtækið væri komið í samstarf við tölvuleikjarisann Sony um útgáfu tölvuleiks á Playstation 3 leikjatölvuna. Talsmaður fyrirtækisins segir að leikurinn, DUST 514, verði byltingarkenndur. Tilkynnt var um samstarfið á blaðamannafundi Sony í Los Angeles, daginn fyrir E3-ráðstefnuna, eina stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims sem hefst í dag. Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, segir að samningurinn feli í sér markaðssetningu á leiknum á heimsvísu, dreifingu og sölu auk þess sem fyrirtækin muni eiga í tæknilegu samstarfi um þróun leiksins. „Það er óhætt að segja að þetta er með stærri samningum sem CCP hefur gert í sögu félagsins, svo þetta er ansi stór áfangi fyrir okkur á markaðnum," segir Þorsteinn. CCP á veg og vanda að geimleiknum EVE Online sem hundruð þúsunda spila um heim allan á borðtölvur. Nýi leikurinn, sem ber heitið DUST 514, gerist í sama ímyndaða geimnum og EVE, en verður hins vegar spilaður á Playstation 3 leikjatölvunni. CCP hefur ekki áður gert leik fyrir leikjatölvu, en Þorsteinn segir þó að fyrirtækið hafi ráðið til sín fólk sem hefur framleitt marga af vinsælustu skotleikjum markaðarins, og því sé fyrirtækið hvergi bangið að takast á við þá áskorun. Leikurinn er nokkuð byltingarkenndur, því þetta er í fyrsta sinn sem leikjafyrirtæki reynir að búa til leik þar sem leikmenn á borðtölvu og leikjatölvu geta unnið saman eða keppt hvor á móti öðrum innan sama heimsins. „Við getum ímyndað okkur að ef leikmenn EVE Online eru uppi í geimnum að berjast um yfirráð yfir sólkerfum, þá eru leikmenn DUST 514 að taka þátt í sama stríði, en á annarri tölvu og að berjast á jörðu niðri. Þetta er ansi nýstárleg hugmynd, sem má segja að fá fyrirtæki á heimsvísu hafi tækifæri til að vinna að." Hér fyrir ofan má sjá sýnishorn úr leiknum sem var frumsýnt á E3-ráðstefnunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leiksins, dust514.com. Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti í nótt að fyrirtækið væri komið í samstarf við tölvuleikjarisann Sony um útgáfu tölvuleiks á Playstation 3 leikjatölvuna. Talsmaður fyrirtækisins segir að leikurinn, DUST 514, verði byltingarkenndur. Tilkynnt var um samstarfið á blaðamannafundi Sony í Los Angeles, daginn fyrir E3-ráðstefnuna, eina stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims sem hefst í dag. Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, segir að samningurinn feli í sér markaðssetningu á leiknum á heimsvísu, dreifingu og sölu auk þess sem fyrirtækin muni eiga í tæknilegu samstarfi um þróun leiksins. „Það er óhætt að segja að þetta er með stærri samningum sem CCP hefur gert í sögu félagsins, svo þetta er ansi stór áfangi fyrir okkur á markaðnum," segir Þorsteinn. CCP á veg og vanda að geimleiknum EVE Online sem hundruð þúsunda spila um heim allan á borðtölvur. Nýi leikurinn, sem ber heitið DUST 514, gerist í sama ímyndaða geimnum og EVE, en verður hins vegar spilaður á Playstation 3 leikjatölvunni. CCP hefur ekki áður gert leik fyrir leikjatölvu, en Þorsteinn segir þó að fyrirtækið hafi ráðið til sín fólk sem hefur framleitt marga af vinsælustu skotleikjum markaðarins, og því sé fyrirtækið hvergi bangið að takast á við þá áskorun. Leikurinn er nokkuð byltingarkenndur, því þetta er í fyrsta sinn sem leikjafyrirtæki reynir að búa til leik þar sem leikmenn á borðtölvu og leikjatölvu geta unnið saman eða keppt hvor á móti öðrum innan sama heimsins. „Við getum ímyndað okkur að ef leikmenn EVE Online eru uppi í geimnum að berjast um yfirráð yfir sólkerfum, þá eru leikmenn DUST 514 að taka þátt í sama stríði, en á annarri tölvu og að berjast á jörðu niðri. Þetta er ansi nýstárleg hugmynd, sem má segja að fá fyrirtæki á heimsvísu hafi tækifæri til að vinna að." Hér fyrir ofan má sjá sýnishorn úr leiknum sem var frumsýnt á E3-ráðstefnunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leiksins, dust514.com.
Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira