Viðskipti erlent

Hádegisverður með Buffett kominn í 230 milljónir

Nýtt met hefur verið slegið á hinu árlega uppboði á eBay þar sem boðinn er upp hádegisverður með ofurfjárfestinum Warren Buffett. Hæsta boð er komið í 2 milljónir dollara eða um 230 milljónir kr.

Þetta uppboð hefur verið haldið árlega síðan árið 2000 en þeir peningar sem koma inn fara til góðgerðarsamtaka í San Francisco. Uppboðið hófst í gærdag og stendur út vikuna.

Hingað til hefur Buffett aflað Glide Foundation í San Francisco um 8 milljóna dollara með þessum uppboðum. Susan, eiginkona Buffett, sem dó árið 2004 starfaði sem sjálfboðaliði hjá Glide Foundation en þessi samtök dreifa mat til fátækra.

Sá sem býður hæst í hádegisverðinn með Buffett fær sæti fyrir átta manns, ásamt Buffett, á steikhúsinu Smith&Wollensky í New York.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að af þeim tíu manns sem hafa komist í þennan hádegisverð með Buffett hafa sjö óskað nafnleyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×