Innlent

Þétt dagskrá á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/Anton Brink
Á fjórða tug mála eru á dagskrá Alþings í dag. Greidd verða atkvæði um fjölmörg mál, þar á meðal breytingar á barnaverndarlögum, lögum um almannatryggingar og almenningsbókasöfn.

Auk þess munu þingmenn ræða um mál á borð við losun gróðurhúsalofttegunda, ráðstafanir í ríkisfjármálum, rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, skeldýrarækt, framkvæmdasjóð ferðamannastaða og austurrísku leiðin svokölluðu.

Þingfundur hefst klukkan 10:30 þegar þingmenn ræða störf þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×