Júdómaðurinn Þormóður Jónsson varð í sjöunda sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest um helgina í +100 kg flokki en þangað fór hann strax að loknum Smáþjóðaleikunum ásamt Hermanni Unnarssyni sem keppti í -81 kg flokki.
Þormóður sat hjá í fyrstu umferð en mætti Kyrylo Biletsky frá Úkraníu í annari umferð en hann tapaði fyrir honum í Hamborg fyrr í vetur. Þormóður þurfti aðeins 40 sekúndur til þess að leggja Biletsky á ippon.
Hann mætti Bor Barna í næstu umferð og tapaði Þormóður þar sem hann fékk þrjú refsistig. Barna sigraði í þessum flokki að lokum en Þormóður glímdi við Rússann Bostanov Soslan í uppreisnarglímu og þar tapaði Þormóður. Soslan endaði í þriðja sæti á mótinu og glímdi Þormóður því við gull og bronsverðlaunahafana á þessu móti. Eftir mótið er Þormóður líklega í 70. sæti á heimslistanum en hann var í 77. sæti á fyrir mótið.
Um næstu helgi keppa þeir Þormóður og Hermann á heimsbikarmóti í Tallin í Eistlandi en þeir hafa á undanförnum vikum æft í Tékklandi. Hermann féll úr leik í fyrstu umferð á mótinu í Búkarest.
Þormóður endaði í sjöunda sæti á heimsbikarmóti í Búkarest
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn