Viðskipti erlent

Saudi Arabar hafa stóraukið olíuframleiðslu sína

Saudi Arabía, stærsti olíuframleiðandi heimsins, hefur hægt og rólega stóraukið olíuframleiðslu sína í maí síðastliðnum í viðleitni til að halda heimsmarkaðsverði á olíu í skefjum.

Í frétt um málið í Financial Times segir að Saudi Arabar hafi aukið framleiðslu sína um 200.000 tunnur á dag í maí og ætli sér að auka framleiðsluna um 300.000 tunnur á dag í þessum mánuði.

Verðið á Brentolíunni hefur lækkað nokkuð að undanförnu og stendur nú í rúmum 114 dollurum á tunnuna.

OPEC ríkin halda árlegan fund sinn í Vín á morgun og þar er talið að hvatt verði til almennrar aukningar á olíuframleiðslunni til að ýta undir frekari efnahagsbata í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×