Innlent

Margrét Pála heiðruð við útskrift MBA-nema

Útskriftarhópurinn
Útskriftarhópurinn
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 32 nemendur með MBA-gráðu um helgina. Athöfnin fór fram í aðalbyggingu HR í Nauthólsvík og voru um 200 gestir viðstaddir athöfnina.

Fyrir fjórum árum var tekin upp sú nýbreytni að nemendur í MBA-námi kjósa þann samnemanda sinn sem þeim finnst hafa lagt mest af mörkum til annarra nemenda. Sá nemandi sem hlaut þessi verðlaun í ár var Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar, og tók hún við verðlaunum úr hendi Eggerts B. Guðmundssonar, forstjóra HB Granda og stjórnarmanns í Viðskiptaráði.

Þess má til gamans geta að fyrir þremur árum var Margrét Pála fulltrúi viðskiptalífsins við MBA-útskrift Háskólans í Reykjavík og ákvað hún í kjölfarið að sækja um í námið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×