Innlent

Styttist í ákvörðun um nýtt fangelsi

Mynd/GVA
„Útboðsgögn eru því sem næst tilbúin eftir því sem ég best veit þannig að það styttist í ákvarðanatöku,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í umræðum Alþingi í dag um byggingu nýs fangelsis. Ekki liggur fyrir hvort um opinbera framkvæmd eða einkaframkvæmd verði að ræða.

Það var Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sem spurði Steingrím út í málið en hann vildi vita hvort búið væri að taka ákvörðun um hvort að bygging nýs fangelsis verði hefðbundin opinber framkvæmd eða einkaframkvæmd.

„Fjármálaráðuneytið hefur stutt áður dómsmálaráðuneytið og nú innanríkisráðuneytið í því að leysa úr þessum málum,“ sagði Steingrímur. Afar bagalegt væri að úrlausn á þessu sviði hefði verið til umræðu í 15-20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×