Innlent

Skemmtiferðaskip skila milljörðum í kassann

Skemmtiferðaskip. Myndin er úr safn.
Skemmtiferðaskip. Myndin er úr safn.
Skemmtiferðaskip skila milljörðum inn í þjóðarbúið. Sjötíu og fjögur þúsund manns áttu viðkomu á Íslandi með slíkum skipum á síðasta ári.

Þetta kemur fram Sjómannadagsblaðinu. Þar segir að stöðug fjölgun skemmtiferðaskipa skili sífellt hærri upphæðum í gjaldeyristekjur. Í blaðinu er vitnað í könnun Hafnasamband Íslands um komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur Akureyrar og Seyðisfjarðar.

Niðurstöðurnar voru þær að farþegar eyddu að meðaltali 72 evrum í landi árið 2009, ef miðað er við gengi ársins 2010 megi því gera ráð fyrir að hver farþegi eyði að meðaltali um 11.200 krónum í landi. Þeir eyddu því tæpum 1,9 milljarði á meðan á dvöl þeirra stóð.

Við þessa tölu bætist svo eyðsla áhafnarmeðlima og hafnargjöld sem hækkar þessa tölu í um 2,7 milljarða króna. Í könnuninni kom einnig fram að langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem koma sjóleiðina til landsins á síðasta ári voru Þjóðverjar, eða rúmlega 25 þúsund.

Næstir koma Bretar og Bandaríkjamenn. Þá er meðalaldur farþega sem sigla til Íslands 59 ár en nú lítur út fyrir að yngri farþegum sé að fjölga þar sem verð á siglingum hefur lækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×