Erlent

Eldgos í Síle

Hún er falleg náttúran í Síle. Myndin er úr safni.
Hún er falleg náttúran í Síle. Myndin er úr safni.
Gos hófst í eldfjallakeðju í suður-Síle í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem eldfjallakeðjan gýs.

Þrjú þúsund og fimm hundruð íbúar á nærliggjandi svæðum hafa flúið heimili sín vegna öskufalls. Stjórnvöld í Síle hafa gefið út viðvörun á efsta stigi og hafa komið upp búðum fyrir íbúa á öskufallssvæðum. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að ekkert manntjón hafi orðið.

Stórt öskuský stefnir nú í átt að Argentínu en argentínsk stjórnvöld hafa beðið þá sem búa á landamærum Síle og Argentínu að halda sig innandyra. Enn sem komið er hefur aðeins einum flugvelli verið lokað vegna öskunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×