Tískukóngurinn Kevin Stanford klórar í bakkann 5. júní 2011 09:03 Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti. Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti.
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira