Erlent

Svefnleysi dregur úr kynhvöt karlmanna

Vel hvíldur karlmaður þarna á ferð. Myndin er úr safni.
Vel hvíldur karlmaður þarna á ferð. Myndin er úr safni.
Rannsóknir Háskólans í Chicago sýna fram á að svefnleysi geti haft mikil áhrif á kynhvöt karlmanna. Samkvæmt grein í The Daily Telegraph þá leiðir svefnleysi af sér minni testósterón framleiðslu í líkama karlmanna sem eykur ýmsa áhættuþætti.

Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að karlmenn, sem fá minna en fimm klukkustunda svefn, eru með minna magn af testósterón en hinir sem sofa lengur.

Samkvæmt sérfræðingum getur ónógur svefn leitt til þess að líkaminn framleiði minna af hormónunum. Lágt testósterón getur orðið til þess að auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli og áunnri sykursýki.

Þá leiðir rannsóknin einnig í ljós að svefnvana karlmenn eru með verri einbeitningu en hinir og orkuminni og orkuminni að auki. Allt þetta skilar sér í minni kynhvöt.

Karlmennirnir sem voru rannsakaðir 24 ára gamlir.

Fyrir áhugasama má lesa frekar um rannsóknina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×