Erlent

Kólígerlafaraldur rakinn til hafnarhátíðar í Hamburg

Símon Birgisson skrifar
Kólígerlafaraldur. Myndin er úr safni.
Kólígerlafaraldur. Myndin er úr safni.
Þjóðverjar hafa rekið kólígerla faraldur sem valdið hefur dauða að minnsta kosti átján manns í Þýskalandi til hafnarhátíðar í Hamburg sem haldin var í byrjun maí.

Upphaflega voru eitraðar gúrkur frá Spáni taldar sökudólgurinn fyrir E-coli faraldrinum sem átti uppruna sinn að rekja til Þýskalands. Grænmetisframleiðendur óttuðust um hag sinn enda sniðgengu neytendur gúrkurnar. Sökudólgurinn er enn ráðgáta en nú hafa þýskir vísindamenn rakið upphaf faraldursins til afmælishátíð hafnarinnar í Hamburg.

Yfir ein og hálf milljón manns skemmtu sér í Hamborg þann sjötta til áttunda maí. Einni viku síður greindust fyrstu tilfellinn, smituð af E-coli veirunni, með niðurgang á Háskólasjúkrahúsinu í Hamborg. Það er þýska blaðið Focus sem greinir frá þessu og lýsir hvernig fjöldi tilfella fór sífellt hækkandi eftir að hafnarhátíðinni lauk.

Þá hefur grunur einnig beinst að veitingastað í Lübeck þar sem þrjátíu einstaklingar á skattaráðstefnu veiktust eftir að hafa snætt kvöldmat á staðnum. Af skattfræðingunum þrjátíu veiktust átta alvarlega og einn lést.

Nýjustu tölur herma að um tvö þúsund einstaklingar hafi orðið E-coli faraldrinum að bráð og átján látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×