Innlent

Risnukostnaður ríkisstarfsmanna hækkaður

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.
Opinberir starfsmenn fá nú tæplega sjö þúsund krónum hærri dagpeninga til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring innanlands samkvæmt tilkynningu frá ferðakostnaðarnefnd og var greint frá á vef fjármálaráðuneytisins.

Fyrir ári síðan þurftu opinberir starfsmenn að sætta sig 19.100 krónur til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring hér á landi.

Upphæðin var litlu minni fyrir tveimur árum síðan, en þá þurftu þeir að láta sér nægja 18.700 krónur.

Það er ferðakostnaðarnefnd sem ákveður dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands. Dagpeningar ríkisstarfsmanna fyrir gistingu í einn sólarhring hækkar einnig eða um rúmar sex þúsund krónur.

Hægt er að kynna sér kostnaðinn á heimasíðu Fjármálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×