Innlent

Flugvél Icelandair snúið við vegna viðvörunar um loftþrýsting

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Flugvél Icelandair, sem var á leið til New York, var snúið við í morgun, þegar fram kom á mælum að loftþrýstingur væri að falla.

Vélin lagði af stað klukkan hálf ellefu í morgun og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair var um varúðarlendingu að ræða.

Mælar vélarinnar gáfu til kynna að loftþrýstingur um borð í vélinni væri að falla. Því var ákveðið að snúa vélinni við.

Búist er að við því að vélin fari í loftið klukkan þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×