Erlent

John Edwards ákærður

John Edwards talar við blaðamenn eftir að komið fram fyrir rétti í dag
John Edwards talar við blaðamenn eftir að komið fram fyrir rétti í dag Mynd/ ap
Fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn og varaforsetaefnið John Edwards var í dag ákærður fyrir samsæri og brot á lögum um fjárframlög til kosninga auk fjögurra ákæruliða til viðbótar. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist og greiðslu sektar sem gæti numið allt að 1,5 milljón bandaríkjadala.

Lögmaður Edwards segir skjólstæðing sinn ekki hafa brotið lögin en þingmaðurinn tók fé úr kosningasjóði, sem stofnaður hafði verið í kringum forsetaframboð hans, og notaði peningana til að leyna tilvist hjákonu sinnar og lausaleiksbarns.

Saksóknarar halda því fram að Edwards hafi samtals þegið yfir 900 þúsund dali sem hann notaði til að leyna staðreyndum sem myndu koma sér illa fyrir forsetaframboð hans.

Lögmenn Edwards munu meðal annars halda því fram að fjárframlögin hafi ekki verið pólitísk framlög heldur gjafir, gefnar þingmanninum í þeim tilgangi að hjálpa honum að leyna framhjáhaldinu fyrir konunni sinni..

Kona Edwards, Elizabeth, tapaði baráttunni við krabbamein í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×