Innlent

Yfirheyrslur standa enn yfir vegna VÍS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Enn standa yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara yfir vegna VÍS málsins. Yfirheyrslur stóðu yfir í dag og má gera ráð fyrir að þær standi yfir næstu daga, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Hann var þó ekki viss hvort yfirheyrslur færu fram yfir helgina eða hvort tekið yrði helgarhlé.

Húsleit var gerð hjá VÍS og eignarhaldsfélaginu Exista á þriðjudag í tengslum við málið. Sama dag voru fjórir menn, þeir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, Lýður Guðmundsson, aðaleigandi Existu, Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstóri Existu, og Bjarni Brynjófsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eigin viðskipta Existu, handteknir vegna málsins.

Til rannsóknar eru meðal annars milljarðalánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×