Innlent

Hafa safnað 45 milljónum fyrir álkaplaverksmiðju

Framtaksfélag Seyðisfjarðar hefur á innan við þremur sólarhringum safnað 45 milljónum til kaupa á álkaplaverksmiðju til bæjarins.

Framtaksfélagið var stofnað af Seyðfirðingum fyrr í þessari viku á Facebook eftir að Framtakssjóður Íslands hafnaði því að taka þátt í fjárfestingunni.

Yfir þúsund manns hafa skráð sig í félagið á Facebook og hafa þegar safnastt 45 milljónir í verkefnið. Afar mismunandi er hversu mikið fólk leggur til, allt frá nokkur þúsund krónum og upp í nokkur hundruð þúsund.

Til stóð að Framtakssjóður Íslands myndi leggja verkefninu til 250 milljónir. Voru það mörgum Seyðfirðingum mikil vonbrigði þegar sjóðurinn dró sig út úr verkefninu og tóku til sinna ráða.



Hér má nálgast Facebook-síðu Framtaksfélags Seyðisfjarðar.





Tengdar fréttir

Peningaöflin senda jaðarbyggð skilaboð

Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fordæmir þá ákvörðun Framtakssjóðs Íslands að leggja ekki fé í álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. "Ljóst er af öllu að megin ástæða afstöðu sjóðsins ræðst af staðsetningu verksmiðjunnar, en ekki fjárhagslegum forsendum. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins lýsir jafnframt yfir vandlætingu sinni á því hvernig þeir sem fara með fé almennings í lífeyrissjóðum landsins leyfa sér að koma fram við jaðarbyggðir á Íslandi," segir stjórnin í ályktun sem samþykkt var að tillögu Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×