Innlent

Sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrána

Fulltrúar í nefnd C eru: Pawel Bartoszek, formaður, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason.
Fulltrúar í nefnd C eru: Pawel Bartoszek, formaður, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason.
C-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að settur verði sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrá í þremur greinum, um meðferð utanríkismála, um samninga við önnur ríki og um framsal

ríkisvalds.

Þetta er meðal þess sem C-nefndin leggur til á fundi stjórnlagaráðs í dag.

Í tillögum C-nefndar kemur fram að það sé ráðherra en ekki forseti Íslands sem fari með utanríkisstefnu og geri samninga við önnur ríki í umboði og undir eftirliti Alþingis eins og hefð er. Alþingi þurfi að samþykkja samninga sem fela í sér afsal eða kvaðir á landi, landhelgi eða breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum. Að mati C-nefndar er aðkoma utanríkismálanefndar jafnframt tryggð varðandi mikilvæg utanríkismál og ákvarðanir.

Lagt er til að heimilt verði að gera samninga sem fela í sér framsal á ríkisvaldi til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og

efnahagssamvinnu. Með því verði fylgt fordæmi nágrannaríkjanna og fest að hluta óskráð meginregla sem leidd hefur verið af 21. greinar stjórnarskrár. Slíkir samningar skulubornir undir þjóðaratkvæði.

11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Auk utanríkismála eru þar á dagskrá tillögur um embætti forseta Íslands og trúmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×