Innlent

Bjarni: Ekki þýðir að bjóða upp á hvað sem er

Mynd GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur miklar efasemdir um hið svonefnda stærra kvótafrumvarp sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á Alþingi í morgun. Bjarni krafði Jón að því loknu um svör við því hvort honum finnist réttlætanlegt að þeir sem á grundvelli gildandi laga hafi keypt til sín kvóta, þurfi nú að sæta skerðingu til að ráðherra fái heimilt til að úthluta kvótanum að nýjum.

Jón benti á að engin sátt hefur ríkt um það kerfi sem er nú við lýði og að vandað hafi verið til verka við gerð nýs frumvarps um heildarlög um fiskveiðar. „Hér er gætt mjög vandaðs meðalhófs," sagði hann.

Þá tók hann fram að skoðanakannanir hafi sýnt nýverið að meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu.

Bjarni sagði að jafnvel þó ekki ríkti sátt um gildandi kerfi þýddi ekki að „bjóða upp á hvað sem er" í staðinn.  

Jón lagði áherslu á að markmið frumvarpsins sé meðal annars að styrkja stöðu sjávarbyggðanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×