Ágreiningur um landbúnað tefur undirbúning aðildarviðræðna við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júní 2011 19:45 Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira