Erlent

Stökkbreytt baktería - átján látnir

Í fyrstu var talið að spænskar gúrkur væru sökudólgurinn. Það reyndist þó ekki rétt.
Í fyrstu var talið að spænskar gúrkur væru sökudólgurinn. Það reyndist þó ekki rétt.
Átján manns látist og yfir hundrað veikst alvarlega í Norður hluta Evrópu vegna kólígerlafaraldurs sem þar ríkir.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir í erlendum fjölmiðlum í dag að kólígerlarnir séu stökkbreytt afbrigði af bakteríu sem enginn hafi séð áður og það útskýri alvarleika málsins.

Ekki er vitað hvaðan sýkingin er uppruninn en í fyrstu var talið að hún kæmi úr spænskum agúrkum.

Það reyndist ekki rétt. Spænskir bændur eru raunar æfir yfir því að gúrkurnar hafi verið gerðar að blóraböggli í málinu og íhuga að leita réttar síns. Talið er að veiran smitist með hráu grænmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×