Innlent

Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi

Ríkisstjórnin mælist með stuðning 37 prósenta kjósenda sem er ívið meiri stuðningur en fyrir mánuði samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups og Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá.

Þar kemur fram að Samfylkingin bætir við sig fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tapar lítillega. Fylgi flokkanna breytist ekki mikið milli mánaða. Helsta breytingin er að Samfylkingin bætir við sig tveggja prósentustiga fylgi milli mánaða en fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um tæpt prósentustig.

Nú segjast 23 prósent myndu kjósa Samfylkinguna en 35 prósent Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga í dag, og hann er því eftir sem áður langstærsti flokkurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×