Innlent

Íslenskir unglingar reykja einna minnst í Evrópu

Hafsteinn Hauksson skrifar
Reykingar. Myndin er úr safni.
Reykingar. Myndin er úr safni.
Unglingar í tíunda bekk reykja einna minnst í Evrópu samanborið við jafnaldra sína í öðrum löndum. Prófessor í félagsfræði segir að aðgerðir gegn reykingum eigi að miðast við að viðhalda þeim árangri.

Unglingum sem reykja hefur fækkað mikið á síðustu sextán árum. Árið 1995 reykti fimmti hver unglingur í tíunda bekk daglega, í dag er hlutfallið nær því að vera einn af hverjum tuttugu. Þeim sem reykja í hverri viku hefur sömuleiðis fækkað mikið, en einn af hverjum tíu unglingum fær sér stöku sígarettu eins og staðan er í dag.

Þetta kemur fram í könnun á vímuefnaneyslu unglinga sem framkvæmd er á fjögurra ára fresti á vegum Evrópusambandsins, en Þóroddur Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur annast framkvæmd hennar hér á landi.

Þóroddur segir hæpið að hægt sé að rekja fækkunina til viðhorfsbreytinga, þar sem unglingar hafi alla tíð verið meðvitaðir um hættuna við reykingar. Hann segir líklegra að skert aðgengi að tóbaki hafi eitthvað að segja, en könnunin bendir til að unglingum finnist mun erfiðara að nálgast tóbak en áður.

Undanfarna daga hefur nokkuð verið rætt um róttækar aðgerðir á borð við það að takmarka sölu tóbaks við apótek, meðal annars til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist tóbaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×