Innlent

Kirkjugarðar í fjárhagsvandræðum

Kirkjugarður. Myndin er úr safni.
Kirkjugarður. Myndin er úr safni.
Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn á Húsavík síðustu helgi en fundinn sátu um 60 fulltrúar kirkjugarðastjórna víðsvegar af að landinu.

Á dagskrá fundarins voru meðal annars fjármál kirkjugarða, þ.e.a.s. framlag ríkisins til málaflokksins.

Samkvæmt tilkynningu frá Kirkjugarðasambandinu tóku margir aðalfundarfulltrúar til máls undir þessum lið og lýstu því yfir að framlag ríkisins nægði ekki lengur til að greiða verktökum fyrir grafartöku og prestum fyrir þjónustu við útfarir.

Nokkuð heitar umræður urðu um málið og töldu fundarmenn að fundurinn ætti að senda ríkisstjórn nákvæmar upplýsingar um stöðuna, ekki væri lengur hægt að láta við svo búið standa.

Var formanni sambandsins því falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×