Innlent

Unglingar draga verulega úr reykingum

Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Unglingum sem reykja hefur fækkað mikið á síðustu sextán árum. Árið 1995 var um þriðjungur 15 til 16 ára ungmenna sem reykti vikulega, samanborið við einn af hverjum tíu nú.

Daglegum reykingum hefur einnig fækkað mikið, en þær stunda aðeins einn af hverjum tuttugu unglingum um þessar mundir.

Þetta kemur fram í könnun á vímuefnaneyslu unglinga sem framkvæmd er á fjögurra ára fresti á vegum Evrópusambandsins.

Í könnuninni kemur einnig fram að aðgengi unglinga að reyktóbaki hefur versnað mjög síðustu sextán árin, en sífellt færri telja auðvelt að nálgast sígarettur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×