Erlent

Rússar óttast eitraðar gúrkur

Allnokkrir hafa látist af völdum eitraðra gúrkna í Þýskalandi.
Allnokkrir hafa látist af völdum eitraðra gúrkna í Þýskalandi.
Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands.

Sautján hafa nú þegar látið lífið vegna hennar og þúsundir sýkst. Í fyrstu var E.coli bakterían rakin til gúrkna sem ræktaðar voru á Spáni en nú standa vísindamenn á gati.

Óttast er að uppruni bakteríunnar eigi aldrei eftir að finnast og að hún eigi eftir að dreifa sér víðar um álfuna á næstu mánuðum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að um sé að ræða nýtt illskeytt afbrigði af bakteríunni sem ekki hefur greinst áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×