Innlent

Öryggi eyjamanna stefnt í hættu

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja.

Í dag starfa ellefu lögreglumenn í Vestmannaeyjum, þar af níu sem ganga vaktir.

Fyrirhugað er að fækka þeim niður í átta, en þar af verða sex sem munu ganga vaktir. Í ályktun Lögreglufélags Vestmannaeyja segir að verði þessar breytingar að veruleika muni lögreglan í eyjunum ekki geta sinnt því hlutverki sem henni er ætlað.

Ljóst sé að öryggi bæjarbúa sé með þessu sett í hættu, sem og öryggi lögreglumanna eftir breytingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×