Innlent

Vatnsleki og eldur í gröfudekki í nótt

Slökkviliðsmenn. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn. Myndin er úr safni.
Minniháttar vatnsleki varð í kjallara íbúðar í Reykjavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Bílar frá slökkviliðinu voru sendir á vettvang til þess að aðstoða íbúa við að hreinsa íbúðina. Þá kviknaði í dekki á gröfu á vinnusvæði í Reykjavík. Ekki var um mikinn eld að ræða né mikla hættu að sögn varðstjóra slökkviliðsins.

Nokkuð var um sjúkraflutninga. Alls þurftu sjúkraflutningamenn að flytja 24 einstaklinga á spítala yfir nóttina.

Gærkvöldið var einnig annasamt hjá slökkviliðinu. Þá kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Rýma þurfti húsið. Slökkvistarfi lauk um sjöleytið og gekk það vel. Enginn slasaðist í eldinum, en íbúðin sem kviknaði, í er mikið skemmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×