Innlent

15 mánaða fangelsi og 90 milljóna króna sekt fyrir skattalagabrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 90 milljóna króna sekt vegna meiriháttar brota gegn skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu fyrir þrjú einkahlutafélög.

Hann var fundinn sekur um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, auk þess að hafa ekki skilað inn virðisaukaskattsskýrslum, skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og skattaskýrslum í rekstri félaga sem maðurinn var framkvæmdastjóri fyrir.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert manninum að sæta sömu refsingar með dómi í nóvember árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×