Innlent

Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons

Mennirnir eru sakaðir um meiri háttar líkamsárás, húsbort og frelsissviptingu
Mennirnir eru sakaðir um meiri háttar líkamsárás, húsbort og frelsissviptingu
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu.



Í úrskurðunum er Davíð Freyr Rúnarsson dæmdur í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 23. júní en Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni, leiðtoga gengisins hér á landi, er gert að klára afplánun á 240 daga eftirstöðvum refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í september á síðasta ári.



Í dóminum segir að sterkur grunur liggi á því að mennirnir hafi framið áðurnefnd hegningarlagabrot en þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa barið mann margítrekað í höfuð og líkama, hýtt hann með þykkri rafmagnssnúru og hótað honum að skera í sundur sinar á fótleggjum hans og draga úr honum tennur. Þá hafi þeir haldið manninum föngnum yfir nótt og að lokum fleygt honum út um glugga bifreiðar.



Ríkharði Júlíusi var í fyrra veitt reynslulausn á afplánun sinni á tveggja ára fangelsisdómi fyrir að hafa í félagi við aðra konu lagt eld að íbúðarhúsi í Reykjavík með þeim afleiðingum að almannahætta skapaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×