Innlent

Minni niðurskurðir til tónlistarnáms

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. maí að hagræðing til tónlistarskóla yrði 4% á þessu ári sem er um helmingi lægri hagræðingarkrafa en gerð hefur verið undanfarin ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að borgaryfirvöld fagni samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. maí um að efla tónlistarnám söngnema í mið- og framhaldsnámi, og hljóðfæranema í framhaldsnámi.

Borgaryfirvöld hafa síðustu átta ár þrýst á um slíkt samkomulag til að tryggjja jafnræði til náms, óháð búsetu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×