Innlent

Jeppa- og skotveiðimenn kvarta til umboðsmanns Alþingis

Vatnajökull.
Vatnajökull.
Ferðaklúbburinn 4X4 og Skotveiðifélag Íslands, hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna umhverfisráðherra, umhverfisráðuneytis, stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvartað er yfir því að umhverfisráðherra hafi hinn 28. febrúar 2011 staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og sú áætlun lá þá fyrir.

Félögin tvö eru ósátt við að sjónarmið þeirra hafi ekki verið höfð til hliðsjónar við ákvörðunina. Í kvörtuninni kemur orðrétt fram.

„Kvartað er yfir því að stjórn Vatnajökulsþjóðgarð og svæðisráð innan þjóðgarðsins hafi hundsað Ferðaklúbbinn 4x4 (og aðildarfélög) og Skotveiðifélag Íslands (og aðildarfélög), sem hagsmuna-aðila við vinnslu stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn.“

Í kvörtun félaganna segir meðal annars:

„Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er verið að setja á stofn þjóðgarð sem nær yfir um 13% landsins. Þetta er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Þó ekki væri nema vegna stærðar þess land¬svæðis sem þjóðgarðurinn nær yfir væri full ástæða til þess að vanda eins vel til verka og nokkur kostur er á. Það hefur umhverfisráðherra ekki gert þegar hún staðfesti fyrirliggjandi stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn.

Ráðherra skýlir sér á bak við það að haft hafi verið samráð við fulltrúa frjálsra félagasamtaka. Ljóst er að svokölluð frjáls félagasamtök eru samtök fólks með sérstakan áhuga á náttúrvernd. Þessi samtök eru ekki sérstaklega með útivist á stefnuskrá sinni. Þetta samráð er því alls ekki það sama og samráð við fulltrúa útivistarfélaga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×