Innlent

Kraftasport á Patreksfirði

Frá fyrri Hálandaleikum
Frá fyrri Hálandaleikum
Skosku Hálandaleikarnir verða haldnir á Patreksfirði dagana 2. til 6. júní. Leikarnir kallast á ensku „Iceland Highland Games".

Hálandaleikarnir verða hluti hátíðahalda Sjómannadagsins sem árlega er haldinn hátíðlegur á Patreksfirði. Stjórn Sjómannadagsins sér um að halda leikana í samvinnu við Pétur Guðmundsson, kúluvarpara, en Pétur hefur keppt í Hálandaleikum um árabil og er núverandi heimsmethafi í steinkasti.

Ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd vegna þess að Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði í 70 skipti og er ein stærsta hátíð sjómannsins á Íslandi.

Mörgum þekktum erlendum keppendum hefur þegar verið boðið á leikana og er áætlaður fjöldi þeirra 18 manns, 6 konur, 6 karlar og 6 öldungar. Með þessum útlendingum keppa svo tveir bestu Íslendingarnir í hverjum flokki og gefur sigur Íslandsmeistaratitil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×