Erlent

NATO framlengir hernaðaraðgerðir í Líbíu

Óli Tynes skrifar
F-16 orrustuþotur hafa gert miklar árásir í Líbíu.
F-16 orrustuþotur hafa gert miklar árásir í Líbíu.
NATO hefur framlengt íhlutun sína í Líbíu um 90 daga. Anders Foght Rasmussen framkvæmdastjóri bandalagsins segir að þetta sendi skýr skilaboð til Moammars Gaddafi um að haldið verði áfram að verja íbúa landsins fyrir herjum hans.

 

NATO tók við herstjórninni í Líbíu 31. mars síðastliðinn og var þá samþykkt að aðgerðir skyldu standa í þrjá mánuði. Það tímabil rennur út í lok þessa mánaðar. Í upphafi var aðeins ætlunin að setja flugbann á Líbíu en það hefur þróast út í stórfelldar loftárásir.

 

Fyrst í stað voru aðeins gerðar loftárásir með þotum á skriðdrekasveitir og stórskotalið Gaddafis. Nú er hinsvegar verið að gera loftárásir á Trípólí, bæði með orrustuþotum og orrustuþyrlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×