Innlent

Lamdi konu og sagðist þekkja menn í Fáfni

Héraðdómur Reykjanes.
Héraðdómur Reykjanes.
Rétt rúmlega tvítugu karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast á konu í samkvæmi í apríl árið 2009. Hann er sakfelldur fyrir að hafa slegið hana með flötum lófa í andlitið þannig að hún féll í gólfið, svo steig hann ofan á höfuð hennar þar sem hún lá á gólfinu og togað í hár hennar.

Síðan greip hann með báðum höndum um axlir hennar, reif hana á fætur, hristi hana til og tók hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í hársverði, andliti og á hálsi, eyra og brjóstkassa auk þess sem hún tognaði á hálsi.

Maðurinn neitaði sök.

Atvikið átti sér stað í samkvæmi og má rekja upphaf málsins til þess að þrír piltar töluðu illa um hana vegna föður hennar og atviks sem hefði átt sér stað fyrir nokkru síðan.

Sá sem hefði haft sig mest í frammi hafi verið hinn dæmdi. Kona fór í vörn og svaraði strákunum fullum hálsi. Þá tók hinn dæmdi hana kverkataki með annarri hendi og spurt hvort hún vissi hversu margar stelpur hann hefði lamið. Því næst sló hann hana með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið.

Næst mundi stúlkan eftir því að maðurinn hefði staðið yfir henni með annan fótinn á andliti hennar þar sem hún hafi legið í gólfinu. Þá hafi hinn dæmdi, þegar hann stóð yfir henni, sagt að hann þekkti menn í Fáfni, sem nú eru orðnir Hells Angels, og engu skipti hver faðir hennar væri og hverja hann þekkti.

Sjálfur neitaði maðurinn sök í málinu. Hann lýsir aðdraganda málsins þannig að konan hefði verið með leiðindi í samkvæminu og þau farið að rífast. Hún ýtti við honum og hann hefði þá rifið hana niður og haldið henni niðri á meðan hún lét öllum illum látum.

Hinn dæmdir sagði fyrir dómi að það gæti verið að hann hefði misst stjórn á sér og viðurkenndi að hann hefði rifið hana harkalega niður og hann gæti hafa meitt hana. Hann neitar hins vegar að hafa slegið hana, stigið á höfuð hennar, tekið hana hálstaki, gripið um axlir hennar eða rifið í hár hennar, en það gæti þó verið að hann hefði óvart tekið í hár hennar.

Dómurinn tók þessar útskýringar ekki trúanlegar og taldi læknisvottorð styðja framburð konunnar. Var maðurinn því dæmdur í fangelsi í einn mánuð, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi maðurinn almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×