Innlent

Konan sem uppgötvaði HIV-veiruna heldur fyrirlestur

dr. Françoise Barré-Sinoussi
dr. Françoise Barré-Sinoussi
Franski Nóbelsverðlaunahafinn dr. Françoise Barré-Sinoussi er annar tveggja öndvegisfyrirlesara Heilbrigðisvísindasviðs á aldarafmælisári Háskóla Íslands og flytur hún erindi um rannsóknir sínar í veirufræðum á málþingi sem haldið er til heiðurs íslenska lækninum og veirufræðingnum Birni Sigurðssyni.

Rannsóknir Barré-Sinoussi skiptu sköpum við uppgötvun HIV-veirunnar og þeirrar staðreyndar að veiran veldur alnæmi. Hún hóf veirurannsóknir sínar árið 1970 og 13 árum síðar greindi hún og samstarfsfólk hennar frá uppgötvun þeirra á veirunni sem síðar hlaut nafnið HIV. Fyrir þessa uppgötvun hlaut dr. Barré-Sinoussi Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2008 ásamt samstarfsmanni sínum, próf. Luc Montagnier.

Fyrirlesturinn hefst klukkan tvö í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×