Erlent

Þýskar löggur í vandræðum með flassara

Lögreglan í Berlín er í vandræðum með flassara sem síðustu mánuði hefur staðið í því að bera sig fyrir framan vegfarendur í miðborginni. Flassarinn hefur margsinnis verið handtekinn en aldrei ákærður og ástæðan er glufa í þýskum lögum.

Flassarinn sem um ræðir er nefnilega kona, hin 34 ára gamla Annette Kaiser. Samkvæmt þýskum lögum verður að vera hægt að sanna að flassarinn fái kynferðislega örvun af því að bera sig svo hægt sé að sakfella fyrir athæfið.

Það hefur ekki verið vandamál hingað til þar sem þýskir flassarar hafa hingað til verið karlmenn. Í þeim tilvikum er ekki eins erfitt að sanna að örvun hafi átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×