Innlent

Höfuðkúpubraut sambýliskonuna

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og veita henni áverka á heimili þeirra í júlí á síðasta ári. Konan höfuðkúpubrotnaði og var í framhaldinu flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn sagði í skýrslutöku konan hefði ráðist á hann með skærum í kjölfar rifrildis og því hafi verið um sjálfsvörn að ræða.

Maðurinn á töluverðan sakaferil að baki, en honum hefur tíu sinnum verið gerð refsing, m.a. fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnað, þjófnaðartilraun og minniháttar líkamsárás. Af þeim sökum taldi dómari við Héraðsdóms Norðurlands eystra ekki fært á að skilorðsbinda dóminn.

Manninum er auk þess gert að greiða konunni rúmlega 400 þúsund krónur í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×