Innlent

Atvinnuflugmenn til sáttasemjara

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair til Ríkissáttasemjara. Á heimasíðu félagsins segir að samningar hafi verið lausir frá því í lok janúar og að síðan þá hafi lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt.

Sáttasemjari boðar til fundar á næstu dögum. Deila flugvirkja við Icelandair er líka komin til Ríkissáttasemjara og hafa þeir boðað vinnustöðvun áttunda, níunda og tíunda júní frá klukkan sex að morgni til klukkan tíu, eða þegar umferðin er mest, öllu jafna. Hinsvegar samdi Isavia  við flugumferðarstjóra hjá Ríkissáttasemjara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×