Innlent

Reykvíkingur ársins kynntur til leiks við opnun Elliðaánna

Það tók Jón 5 mínútur að landa Maríulaxinum á síðasta ári þegar Laxveiði í Elliðaánum hófst. Þetta var fyrsti lax Jóns, en hann sagðist aðeins einu sinni hafa farið í laxveiði áður. Jón mun ekki spreyta sig við veiðar á morgun en í hans stað mun Reykvíkingur ársins renna fyrir lax.
Það tók Jón 5 mínútur að landa Maríulaxinum á síðasta ári þegar Laxveiði í Elliðaánum hófst. Þetta var fyrsti lax Jóns, en hann sagðist aðeins einu sinni hafa farið í laxveiði áður. Jón mun ekki spreyta sig við veiðar á morgun en í hans stað mun Reykvíkingur ársins renna fyrir lax. Mynd/Valli
Jón Gnarr, borgarstjóri, verður viðstaddur opnun Elliðaánna í fyrramálið klukkan 7 í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með ánum. Í ár verður hins vegar bryddað upp á þeirri nýbreytni að borgarstjóri mun ekki veiða lax í ánum. Þess í stað mun fulltrúi almennings í Reykjavík renna fyrir lax í stað borgarstjóra.

Jón stóð nýverið fyrir leit að Reykvíkingi ársins og var almenningur hvattur til þess að koma með ábendingar um fólk sem þætti til fyrirmyndar og hefði lagt borginni gott til á einhvern hátt með ólaunuðu framlagi sínu. Fjölmargar ábendingar bárust og hefur Reykvíkingur ársins nú verið valinn af þriggja manna dómnefnd og mun hann opna Elliðaárnar 2011 um leið og tilkynnt verður hver Reykvíkingur ársins 2011 er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×