Innlent

Í beinni frá Hrafnseyri fyrstir allra útvarpsmanna

Hermann Gunnarsson og Þorgeir Ástavaldsson voru í beinni útsendingu á Bylgjunni frá Hrafnseyri í Arnarfirði í dag og í gær, fyrstir allra útvarpsmanna.

Tilefni útsendingarinnar var að sjálfsögðu 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Hemmi hefur sterka tengingu við Hrafnseyri en hann vann þar í tvö ár. „Og gat kynnt mér sögu Jóns sem mögnuð og mætti vera öllum Íslendingum betur ljós,“ segir Hemmi.

Þorgeir segir að þeir, gömlu mennirnir, hafi verið pantaðir. Þeir segja útsendinguna hafa gengið vel og það ekki erfitt að fá góða gesti á svo afskekktan stað enda margt gott fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum gærdagsins. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Þorgeir. Hemmi hvetur fólk til að heimsækja Hrafnseyri. „Hérna sprettur sagan af hverju strái.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×