Innlent

Styðja rétt samkynhneigðra

Frá Gaypride hér á landið sumarið 2010.
Frá Gaypride hér á landið sumarið 2010. Mynd/Arnþór Birkisson
Sameinuðu þjóðirnar hafa nú, í fyrsta sinn í sögu sinni, lýst yfir stuðningi við réttindi samkynhneigðra. Bandaríkin, Evrópuríki og ríki Suður-Ameríku greiddu ályktun þess efnis atkvæði sitt og segja þetta mikilvæg tímamót en fulltrúar Afríkuríkja og íslamskra ríkja fordæma ályktunina.

Ályktunin er reyndar varlega orðuð, en þar er lýst alvarlegum áhyggjum af illri meðferð sem fólk má þola vegna kynhneigðar sinnar.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×