Innlent

Flugmenn valda vonbrigðum

Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair. Mynd/GVA
Icelandair lýsir yfir vonbrigðum með að Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafi boðað til verkfallsaðgerða í formi yfirvinnubanns þrátt fyrir að flugfélagið hafi boðið flugmönnum sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair.

Flugmenn Icelandair hafa samþykkt yfirvinnubann sem hefst næstkomandi föstudag, 24. júní, verði ekki búið að semja við þá um kjarabætur. Boðað yfirvinnubann þýðir að forfallist flugmaður kemur enginn sjálfkrafa í staðinn. Yfirvinnubannið kemur því til með að hafa áhrif á áætlanir Icelandair.

„Nú er háannatími í flugi og ferðaþjónustu og greinin er mjög viðkvæm fyrir allri umræðu um yfirvofandi röskun fyrir farþega og ferðamenn vegna verkfallsaðgerða. Icelandair vonast til þess að samningar náist í yfirstandandi viðræðum og ekki komi til truflana á flugi félagsins," segir í tilkynningu frá Icelandair.






Tengdar fréttir

Flugmenn samþykkja yfirvinnubann

Flugmenn Icelandair hafa samþykkt yfirvinnubann sem hefst næstkomandi föstudag verði ekki búið að semja við þá um kjarabætur. Boðað yfirvinnubann þýðir að forfallist flugmaður kemur enginn sjálfkrafa í staðinn. Bannið kemur því til með að hafa áhrif á flugferðir Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×