Tónlist

Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld

Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21.

Arabian Horse er að gera allt vitlaust og hefur fengið toppdóma. Á plötunni stillir Gusgus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn.

Gusgus er þekkt fyrir ótrúlega kraftmikla tónleika, ekki síst á Nasa, og lofa þau að setja vélarnar á fulla ferð. Þannig að það stefnir allt í að þetta verði eitt skemmtilegasta kvöld sumarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×