Innlent

Harpa rýmd í miðjum tónleikum Helga Björns

Harpa var rýmd í hasti í gærkvöldi vegna uppþvottavélar.
Harpa var rýmd í hasti í gærkvöldi vegna uppþvottavélar. Mynd/Egill
Hátt í 2000 manns þurftu að yfirgefa Hörpu í hasti í gærkvöldi, á meðan tónleikarnir Dægurperlur Helga Björns stóðu sem hæst í Eldborgarsalnum, þegar brunavarnarkerfi hússins fór í gang.

Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hörpunnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að hitaskynjari fyrir ofan uppþvottavél á fjórðu hæð hússins hafi farið af stað þegar uppþvottavélin var opnuð og mikil gufa steig upp úr vélinni. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi en þá voru um 1600 manns í Eldborgarsalnum á tónleikum Helga Björns, auk gesta á veitingahúsum og starfsfólks.

Rýma þurfti húsið en dagskráin hélt áfram sem frá var horfið skömmu síðar. Höskuldur segir að skoðað verði að flytja skynjarann frá uppþvottavélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×