Innlent

Fyrrverandi ballettmær í faldbúningi

Íslendingar voru flestir flottir í tauinu í dag en fyrrverandi balletmær bar þó af þeim flestum. Hugrún Halldórsdóttir hitti og ræddi við þessa einstaklega prúðbúnu konu í dag.

Unnur Guðjónsdóttir, fyrrverandi balletmeistari Þjóðleikhússins, mætir iðulega í íslenska þjóðbúningnum niður í bæ á þjóðhátíðardaginn sjálfan, en í ár var hún sérstaklega prúðbúin.

„Ég er núna í sérstaklega fallegum búningi af því þetta er faldbúningur en annars er eg vön að fara í upphlut. 0g hver er munurinn á þessum tveimur? Það er náttúrulega höfuðfatið, þetta er það sem kallað er faldur og þessi hringur um hálsinn, kraginn. Þetta er mikið eldri búningur en upphluturinn," segir hún.

Unnur saumaði búninginn sjálf en silfrið lét hún smíða eftir munum úr þjóðminjasafninu. Þá ber hún spaða á höfði úr silfri en hann er vanalega úr taui.

„Ég vil hafa þetta almennilegt. Og vekurðu ekki athygli? Jú jú, fólk er að spá í þetta. Mér finnst bara synd að það skuli ekki vera miklu fleiri í búningum. Ég meina ef ekki í dag, 200 ára fæðingarafmæli Jóns, nema hvað?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×