Innlent

Hott hott í Hveragerði

Þessi unga stúlka skemmti sér konunglega þegar hún fékk að fara á hestbak
Þessi unga stúlka skemmti sér konunglega þegar hún fékk að fara á hestbak Mynd Pjetur
Börnum í Hveragerði var boðið að bregða sér á hestbak við grunnskóla bæjarins og þótti þeim það góð skemmtun, þrátt fyrir eilitla rigningu. Hestamannafélagið Ljúfur stóð fyrir viðburðinum, sem var aðeins einn af fjölmörgu sem íbúum Hveragerðis stendur til boða í dag. Yngstu börnin fá að fara í Leikjaland í íþróttahúsinu, keppt er í knattspyrnu og dagurinn verður kvaddur með kvöldvöku sem hefst í Lystigarðinum klukkan hálf níu. Meðal þeirra sem fram koma er söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem gerði garðinn frægan í Eurovision hér um árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×